Persónuverndarstefna fyrir umsækjendur

H&M Hennes & Mauritz Iceland ehf. leggur áherslu á að vernda persónuupplýsingar um þig þegar þú sækir um starf hjá okkur. Í þessari persónuverndarstefnu er að finna upplýsingar um það hvernig við förum með og verndum þær persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té.

Við skráum upplýsingarnar og gögnin sem þú lætur okkur í té í tengslum við umsóknina þína. Til þessa teljast einnig aðrar upplýsingar sem berast okkur í tengslum við umsóknina, svo sem meðmæli frá fyrri vinnuveitendum.

H&M Hennes & Mauritz Iceland ehf. hefur þá stefnu að biðja ekki um viðkvæmar upplýsingar frá umsækjendum um störf. Við biðjum umsækjendur því að veita engar upplýsingar sem teljast viðkvæmar þegar sótt er um starf, t.d. um kynþátt/þjóðerni, stjórnmálaskoðanir, trúar- eða lífsskoðanir, aðild að stéttarfélagi, heilsu eða kynhneigð.

Með því að senda okkur starfsumsókn samþykkir þú um leið að persónuupplýsingar um þig verði notaðar í ráðningarferlinu.

Gögnin þín verða notuð til að leggja mat á umsóknina og sannreyna réttmæti meðmæla og annarra upplýsinga sem þú hefur veitt. Við notum gögnin þín einnig til að svara umsókninni og til að boða þig í viðtal ef við teljum þig koma til greina í laust starf.

Upplýsingar um þig verða unnar á Íslandi en geymdar í Bretland. H&M Hennes & Mauritz Iceland ehf. ber ábyrgð á allri meðferð persónuupplýsinga um þig, sem skal vera í samræmi við íslenska löggjöf um meðferð persónuupplýsinga. Aðeins þeir starfsmenn sem koma að ráðningarferlinu fá aðgang að gögnum frá þér sem varða ráðningu í starf. H & M Hennes & Mauritz Iceland ehf. kann að notast við þjónustu þriðju aðila í ráðningarferlinu í því skyni að standa við þær skuldbindingar sem raktar eru í þessari persónuverndarstefnu.

Við höfum gert tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að verja gögnin þín gegn t.d. gagnatapi, misnotkun gagna eða óheimilum aðgangi. Við gerum reglulega breytingar á öryggisráðstöfunum okkar til að mæta nýjustu tækniþróun. Persónuupplýsingar um þig verða geymdar í gagnagrunni okkar í 18 mánuði eftir að þær voru síðast uppfærðar.

Þú átt rétt á að hafa samband við okkur og fá að skoða hvaða persónuupplýsingar um þig eru skráðar hjá okkur. Ef slíkar persónuupplýsingar reynast rangar, ófullkomnar eða óviðeigandi getur þú hvenær sem er farið fram á að þær verði leiðréttar eða þeim eytt.

Hafðu samband við H&M Hennes & Mauritz Iceland ehf. ef spurningar vakna um starfsumsókn þína eða meðferð persónuupplýsinga. Upplýsingar um tengiliði er að finna undir „Hafa samband“.

Kökur
Kaka er lítil textaskrá sem er vistuð á tölvunni þinni eða fartækinu og sótt þangað við næstu heimsókn á vefsvæðið. H&M notar kökur til að bæta og auðvelda notkun þína á vefsvæðinu. Við notum kökur ekki til að vista persónuupplýsingar eða til að veita þriðju aðilum upplýsingar. Til eru tvær gerðir af kökum: Varanlegar kökur og tímabundnar kökur (lotukökur). Varanlegar kökur eru vistaðar á tölvunni þinni eða fartækinu sem skrár, þó ekki lengur en í 12 mánuði. Lotukökur eru vistaðar tímabundið og hverfa þegar vafralotunni er lokað. Við notum varanlegar kökur til að vista val þitt á upphafssíðu og til að vista upplýsingar um þig ef þú velur „Muna eftir mér“ þegar þú skráir þig inn. Við notum lotukökur þegar þú notar síðuaðgerðir fyrir vöruleit, til að kanna hvort þú sért skráð(ur) eða til að sjá hvort þú hefur sett vöru í innkaupakörfuna þína. Þú getur auðveldlega eytt kökum úr tölvunni þinni eða fartækinu með því að nota vafrann. Leiðbeiningar um hvernig á að meðhöndla og eyða kökum er að finna undir „Hjálp“ (Help) á vafranum þínum. Þú getur valið að gera kökur óvirkar eða fá tilkynningu senda í hvert sinn sem ný kaka er send til tölvunnar þinnar eða fartækisins.
Hafðu í huga að ef þú velur að gera kökur óvirkar getur þú ekki nýtt þér alla eiginleika vefsvæðisins okkar til fullnustu.

Kökur frá þriðju aðilum
Við notum kökur frá þriðju aðilum til að safna tölfræðigögnum fyrir greiningartól, svo sem Google Analytics og Core Metrics. Kökurnar sem við notum eru bæði varanlegar kökur og tímabundnar kökur (lotukökur). Varanlegar kökur eru vistaðar á tölvunni þinni eða fartækinu, þó ekki lengur en í 24 mánuði.

H & M Hennes & Mauritz Iceland ehf.
Borgartún 26
105 Reykjavík
Ísland

Sími: +354 xxx
Fax: +354 xxx
Netfang: info@hm.com

Fyrirtækjaskráning: Ríkisskattstjóri / Fyrirtækjaskráning

Skráningarnúmer fyrirtækis: 540616-0270

Forsvarsmaður: Ekvall Filip

VSK-númer fyrirtækis: VSK-nr. 126669